Dagsetning: 14.02.2018
Tími: 12:00
Salur: Hamrar

Sláðu köttinn úr tunnunni!

Við bjóðum öll börn velkomin til að slá köttinn úr tunnunni á öskudaginn.

Við krýnum tunnukóng/drottningu þegar tunnan fer í sundur!

 

Heimir Ingimarsson spilar og syngur með búningaklæddum krökkum sem bíða þess í ofvæni að slá köttinn úr tunninni og komast að öllu sælgætinu frá Freyju sem dreifist um allt. Sá sem nær að slá tunnuna í sundur verður krýnd(ur) tunnudrottning/kóngur.

Öll öskudagslið eru velkomin í Hof að morgni og slá svo köttinn úr tunnunni kl. 12-14.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Menningarfélag Akureyrar, 1862 Nordic Bistro og Kista