Fara í efni
Dags Tími
18 .nóv '17 16:15

Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar myndlistarsýningu sína Endurtekningar í Hofi þann 18.nóvember kl.16.00. 

"Endurtekningar eru oft uppstaðan í handverki. Sama sporið er saumað út aftur og aftur. Munsturbekkur er endurtekinn sextán sinnum.

Endurtaktu. Sama lykkjan er prjónuð aftur og aftur. Endurtaktu. Úr því verður til stykki. Í blúndu er sama mynstrið endurtekið nokkrum sinnum og svo rammað inn með kanti. Endurtekið mynstur skapar heilt stykki, heild.

Endurtekningar eru gjarnan inntak í verkum Helgu Sigríðar.

Helga miðlar handverki í formi heklaðra blúndustykkja áfram í málverki. Mynstrið í blúndunni endurvarpast á strigaflöt í málverki. Með því móti miðlast orka úr handverki einhverrar óþekktrar konu inní nýtt verk Helgu. Stykki sem kona gerði hér áður er endurnýtt og hennar handverki er endurvarpað inn í okkar samtíma. Þannig eru eru líka hlutar úr því varðveittir. Með endurtekningu á þessu endurvarpi verður til nýtt mynstur. Litir og áferð varpa nýju ljósi á mynstrið og úr verður önnur heild.

Endursköpun á sér stað, nýjar heildir verða til."

Kristín Þóra Kjartansdóttir