Seiðandi brasilískir tónar í Nausti í Hofi eftir setningu Akureyrarvöku föstudagskvöldið 29. ágúst kl 22:00.
Nýverið fór hópur af kennurum frá Tónlistarskólanum á Akureyri til Brasilíu saman til að taka þátt í "Camp da Música Brasileira", sem hefur verið haldið síðastliðin 5 ár nálægt São Paulo. Íslendingunum var vægast sagt tekið opnum örmum og það mætti segja að upplifunin hafi verið sem ævintýri líkast. Ásamt því að heyra mikið af flottri tónlist, og smakka mikið af góðum mat, lærði hópurinn margt um brasilísk tónlist og menningu.
Fyrir mig (Ívan) var þessi ferð algjör draumur, enda hef ég verið algjörlega hugfanginn af brasilískri tónlist og menningu síðastliðin ár. Ég var í nánast með brosið límt á mig og gleðitár í augum í heila fimm daga, enda er spilagleðin slík í þarna að það fara fáir heim ósnortnir.
Á þessum tónleikum langar okkur að deila gleðinni með ykkur og
flytja brasilíska tónlist af allskyns toga, Samba, Bossa nova, Tropicália, MPB (música popular brasileira), og fleira. Einnig mun ég rifja upp minningar og skemmtilegar sögur frá þessu ferðalagi.
flytja brasilíska tónlist af allskyns toga, Samba, Bossa nova, Tropicália, MPB (música popular brasileira), og fleira. Einnig mun ég rifja upp minningar og skemmtilegar sögur frá þessu ferðalagi.
Við hlökkum til að spila fyrir ykkur og vonumst til að sjá sem flesta.
Ívan Mendez - Gítar og söngur
Sigfús Jónsson - Rafbassi
Michael Weaver - Saxófónn/Flauta/Klarinett
Rodrigo Lopez - Trommur
Sigfús Jónsson - Rafbassi
Michael Weaver - Saxófónn/Flauta/Klarinett
Rodrigo Lopez - Trommur
Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarbæ og í haldinn í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar.