Fara í efni
Laugardaginn 21. júlí kl. 20.00 verða haldnir glæsilegir tónleikar í Menningarhúsinu Hofi en þar kemur fram flautukórinn The Metropolitan Flute Orchestra frá Boston Massachusetts.
Dags Tími
21 .júl '18 20:00

Flautur með framandi brag - Flautuhátíð í Menningarhúsinu Hofi

Laugardaginn 21. júlí kl. 20.00 verða haldnir glæsilegir tónleikar í Menningarhúsinu Hofi en þar kemur fram flautukórinn The Metropolitan Flute Orchestra frá Boston Massachusetts.

Á efnisskránni eru verk eftir J. Sibelius, E. Grieg, F. Mendelsohn, Manuel De Falla auk tónlistar eftir bandarísk tuttugustu aldar tónskáld. Í hljómsveitinni eru rúmlega þrjátíu flautuleikarar og leika þeir á sjö mismunandi gerðir af þverflautum, allt frá piccolo niður í kontrabassaflautu og er raddsvið þeirra hvorki meira né minna en 6 áttundir. Óhætt að búast við einstökum hljómi og afar vönduðum tónlistarflutningi á þessum tónleikum. Hljómsveitin var stofnuð árið 1998 og hefur á farsælum ferli farið í tónleikaferðir um öll Bandaríkin auk þess að ferðast um England, Skotland, Írland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Pólland, Slóvakíu og Tékklands.

Stjórnandi hópsins er Paige Dasher Long, sem er þekkt fyrir störf sín sem stjórnandi og tónskáld auk þess að koma fram á hátíðum og kenna sem gestur við tónlistarháskóla.

Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Efnisskrá tónleikanna:

Jean Sibelius (186-1957): Endurkoma Lemminkainen
(úts. fyrir flautusveit: Paige Dashner Long)

Deborah Anderson (f. 1950): Fire and Ice and Other Miracles

Manuel de Falla (1876-1946): Elddansinn
(úts. fyrir flautusveit: Shaul Ben-Meir)

Felix Mendelssohn (1809-1847): Scherzo úr Draumi á Jónsmessunótt
(úts. fyrir flautusveit Y. Takama)

Laurence Dresner (f. 1955): Transgressions and Permutations

Phyllis Avidan Louke (f. 1954): Canyon Dreams

Jonathan Cohen (f. 1954): Metropolitan Contrarians
Með kontrabassaflautudeild Metropolitan Flute Orchestra

Paige Dashner Long (f. 1955): Eventide Soliloquy
Í minningu sonar míns, Sean Callan MacDonald

Paige Dashner Long (f. 1955): Flutenado

Edvard Grieg (1843-1907): Pétur Gautur, úr svítu 1
(úts. fyrir flautusveit: Shaul Ben-Meir)
Dögun
Dauði Ásu
Dans Anitru
Í höll Dofrakonungsins

Stjórnandi: Paige Dashner Long
Jeffrey Ash og Claudia Pearce slagverk

 

The Metropolitan Flute Orchestra is comprised of advanced, highly trained, adult flutists. The ensemble has performed for prestigious events in New England and throughout the United States, and has presented concert tours in England, Scotland, France, Ireland, Germany, Austria, Slovakia, Poland, Hungary, and the Czech Republic.  From classical and sacred literature to jazz, folk songs and show tunes, the ensemble has been delighting audiences since 1998.  With a six octave pitch range, the Metropolitan Flute Orchestra utilizes piccolo, Eb soprano flute, concert flute, Bb flute d’amour, alto flute, bass flute, and contrabass flute.

Paige Dashner Long is an internationally recognized flute choir director, contrabass flutist and award winning composer.  Currently Ms. Long, an Altus Flute Artist, directs the Metropolitan Flute Orchestra.  She has led workshops and directed festivals for music schools in France, Germany and Mexico, as well as for universities and flute associations throughout America.

Admission is free and everyone welcome.

Program

Lemminkainen’s Return by Jean Sibelius (1865-1957)
Arranged for flute orchestra by Paige Dashner Long

Fire and Ice and Other Miracles by Deborah Anderson (born 1950)

Ritual Fire Dance by Manuel de Falla (1876-1946)
Arranged for flute orchestra by Shaul Ben-Meir

Scherzo from A Midsummer Night’s Dream by Felix Mendelssohn (1809-1847)
Arranged for flute orchestra by Y. Takama

Transgressions and Permutations by Laurence Dresner (born 1955)

Canyon Dreams by Phyllis Avidan Louke (born 1954)

Metropolitan Contrarians by Jonathan Cohen (born 1954)
Featuring the contrabass flute section of the Metropolitan Flute Orchestra

Eventide Soliloquy by Paige Dashner Long (born 1955)
In loving memory of my son, Sean Callan MacDonald

Flutenado by Paige Dashner Long (born 1955)

Peer Gynt Suite No 1 by Edvard Grieg (1843-1907)
Arranged for flute orchestra by Shaul Ben-Meir
Morning Mood
Death of Ase
Anitra’s Dance
In the Hall of the Mountain King

Paige Dashner Long, Director
Jeffrey Ash and Claudia Pearce percussion