A! Gjörningahátíð fer fram 10.-12. október
Í Hofi fer fram gjörningurinn:
Magnús Helgason
Magnús teiknar
Magnús kann ekki að teikna og Magnús kann ekki að skapa gjörningalist. Samt ætlar Magnús að framkvæma vélrænan teiknigjörning í Hamragili í Hofi. Gjörningurinn sem hefur verið í undirbúningi síðan 2018 er – eftir því sem best er vitað – sá fyrsti sinnar tegundar og hefur aldrei verið framkvæmdur áður.
Magnús Helgason lærði myndlist í AKI Hollandi og hefur frá 2001 starfað við ýmsa miðla myndlistar. Þetta er hans fyrsti gjörningur.
--------------
Magnús doesn‘t know how to draw and Magnús doesn‘t know how to create a performance. Nevertheless, Magnús intends to perform a mechanical drawing-performance in Hamragil, Hof. The performance has been in preparation since 2018 and is – as far as one knows – the first of its kind and has never before been performed.
Magnús Helgason studied at AKI in The Netherlands and has since 2001 created art in various media. This is his first performance.
A! er þriggja daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og nú í tíunda sinn. Frítt er inn á alla viðburði. Hátíðin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi þar sem einungis er um gjörningalist að ræða úr öllum listgreinum.
Gjörningahátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Vídeólistahátíðarinnar Heim, Einkasafnsins, Gilfélagsins, Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri.