Fara í efni
Dags Tími
27 .nóv '17 20:00

Harka, parka, inn skal arka! Nú líður senn að lokum haustannar hjá okkur í elstu deild Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar og maður lifandi hvað það er búið að vera gaman. Verkefnið að þessu sinni var að vinna með handritið að Skilaboðaskjóðunni sem margir þekkja. Vinnan fór fram á 12 vikum með það að leiðarljósi að sýna afraksturinn á einni sýningu þann 27. nóvember næstkomandi. Ferlið snerist um að leyfa krökkunum að prófa að vinna með handrit og æfa líkt og um alvöru sýningu væri að ræða. Það má segja að þau hafi tekið áskoruninni af mikilli elju og vinnusemi og er komin mikil spenna í hópinn fyrir sýningunni. Okkur til halds og traust var svo hún Jónborg Sigurðardóttir sem sá um búninga og leikmynd. Árni F. Sigurðsson tók að sér að sjá um hljóð og ljós og um förðun sér Soffia Hafþórsdóttir.  Við vorum því umvafin fagfólki sem hafa hjálpað okkur að gera þetta verkefni hið glæsilegasta. Foreldrum og ættíngjum er boðið að koma á sýningu  í Samkomuhúsinu þann 27. nóvember kl.20