Hátíðlegasta tónverk sögunnar
Stórsöngvararnir Elmar Þór, Hanna Dóra, Helena Guðlaug og Oddur Arnþór syngja þetta hátíðlegasta tónverk tónlistarsögunnar rétt áður en við hringjum jólin inn. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt Hljómeyki og Kammerkór Norðurlands sameinast um að skapa hátíðlega stund í Hofi. Nú er bara að panta snjókomu og stillt veður, draga fram pelsana og sparifrakkana og upplifa hinn sanna jólaanda flæða frá þessari glæsilegu tónlistarfylkingu.
Hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í samstarfi við Menningarhúsið Hof.
Tónskáld: Johann Sebastian Bach
Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson
Kórar: Kammerkór Norðurlands og Hljómeyki
Einsöngvarar: Elmar Þór Gilbertsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Oddur Arnþór Jónsson