Fara í efni
Dags Tími
31 .ágú '18 20:00
01 .sep '18
02 .sep '18
03 .sep '18
04 .sep '18
05 .sep '18
06 .sep '18
07 .sep '18
08 .sep '18

Frökenfrú er frumsaminn íslenskur einleikur eftir Birnu Pétursdóttur. Verkið kallast á við írska leikritið Misterman, eftir Enda Walsh og gerist á einhverskonar snertifleti íslensks og írsks raunveruleika. Frökenfrú gerist á örlagaríkum degi í lífi hinnar ungu Eddu og við sjáum hana glíma við eftirköst afdrifaríkra atburða í gráum hversdagsleika smábæjarins sem hún býr í.

Verkið verður sett upp á fjölum Samkomuhússins á Akureyri og verður fyrst í röð gróðurhúsaverkefna Leikfélags Akureyrar. Einleikurinn verður fluttur af Birnu og annast Sesselía Ólafsdóttir leikstjórnina. Þetta verk er liður í öðru leikári atvinnuleikhópsins Umskiptinga, en leikhópurinn var tilnefndur til Grímunnar sem Sproti ársins 2018. Umskiptingar hafa að þessu sinni fengið til liðs við sig einvala lið hljóð-, búninga-, sviðs-, myndbands-, ljósa- og grafískra hönnuða auk tónskálds.

 

Höfundur og leikkona: Birna Pétursdóttir

Leikstjóri: Sesselía Ólafsdóttir

Framleiðandi: Vilhjálmur B. Bragason

Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir

Tónlist og hljóðmynd: Helgi Rafn Ingvarsson

Vídeóverk: Árni Þór Theodórsson

Ljósahönnun: Lárus Heiðar Sveinsson

Umbrot og hönnun leikskrár: Heiðdís Halla Bjarnadóttir

Ljósmyndari fyrir plakat: Auðunn Níelsson

 

Raddir

Mamma Eddu: Margrét Sverrisdóttir

Tómas:  Mateusz Swierczewski

Óskar: Jóhann Axel Ingólfsson

Rakel: Elísa Erlendsdóttir

 

Umskiptingar njóta stuðnings Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra og Akureyrarstofu við uppsetningu leikverksins Frökenfrúar.