Fara í efni
Dags Tími
07 .jún '19 20:30

Dalalæða er dansverk samsett úr reynslusögum Juanitu. Juanita er stelpa frá Mexíkó sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár. Í verkinu segir Juanita frá því nýja sem hún hefur lært á Íslandi, menningarsjokki og almennri furðu á háttum Íslendinga. Hún talar einnig um erfiðleika við að læra íslensku, hið framandi tungumál innfæddra og heimþrá - yfirleitt í tengslum við mat og loftslag.

Verkið hentar öllum, ungum sem öldnum, því Juanita hefur lag á að hrífa fólk með sér í rússíbanareið eigin reynslu.

 

Á sviði eru sex dansarar, tónlistarmaður og sögumaður sem öll eru hin sama Juanita.

 

Frítt er inn á viðburðinn fyrir 12 ára og yngri.

50% afsláttur fyrir öryrkja og alla sem náð hafa sjötugsaldri

 

 

Dansarar:

Arna Sif Þorgeirsdóttir

Ingunn Elísabet Hreinsdóttir

Molly Mitchell

Ólöf Ósk Þorgeirsdóttir

Svandís Davíðsdóttir

Tónlistarmaður og dansari: Áki Sebastian Frostason

Sögumaður og dansari: Jón Haukur Unnarsson

Danshöfundur: Yuliana Palacios

 

Viðburðurinn hlaut styrk frá listsjóðnum VERÐANDI