Fara í efni
Barnamorgunn
Dags Tími
15 .mar '20 11:00

Viðburðinum hefur verið aflýst

Menningarfélag Akureyrar og Húlladúllan bjóða börnum á aldrinum 8-12 ára að spreyta sig á sirkuslistum. Þemað í þetta skiptið eru leyndardómar jafnvægislistanna. Við munum að halda jafnvægi á bæði töfrafjöðrum og kínverskum snúningsdiskum og svo allskonar óhefðbundnum áhöldum. Við munum líka láta reyna á okkar eigið jafnvægi á veltibrettum.  Þáttaka í smiðjunni er þáttakendum að kostnaðarlausu en athugið að það er nauðsynlegt að skrá sig til leiks.

Húlladúllan er Unnur María Máney Bergsveinsdóttir. Hún er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún hefur starfað með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus og hefur komið fram á ýmsum sirkussýningum í Frakklandi, Bretlandi og í Mexíkó. Hún elskar að kenna bæði börnum og fullorðnum allskonar skemmtilegar sirkuslistir.

 

NORÐURORKA er styrktaraðili Barnamorgna Menningarfélags Akureyrar.