Fara í efni
Dags Tími
16 .apr '18 17:00

Barnamenningarbærinn Akureyri

Verið velkomin á opinn fund um barnamenningu í Hömrum, Hofi, mánudaginn 16. apríl kl. 17-19.

Setjumst niður saman og ræðum hvert við viljum stefna. Flutt verða nokkur örstutt erindi áður en umræður hefjast við hringborð.

Málshefjendur:

Brynhildur Þórarinsdóttir frá Barnabókasetri
Heimir Ingimarsson frá Tónlistarskólanum
Hlynur Hallsson frá Listasafninu
Karl Frímannsson fræðslustjóri
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir kennari Fulltrúi frá Ungmennaráði Akureyrar

Hvað getum við gert til að efla barnamenningu í bænum? Hvernig getum við stuðlað að því að öll börn eigi kost á að blómstra á sínu áhugasviði? Hvaða hlutverki gegnir barnamenning í að gera bæinn að spennandi búsetukosti?


Fylgdu okkur:
Facebook Barnamenningarhátíð á Akureyri
Instagram barnamenningak

#barnamenningak #akureyri