Dagsetning: 18.11.2017
Tími: 14:00

Á íslensku má alltaf finna svar

Á íslensku má alltaf finna svar er afmælisdagskrá í tali og tónum í tilefni 210 ára afmælis hins ástsæla skálds, náttúrufræðings og nýyrðasmiðs Jónasar Hallgrímssonar sem Jónasarsetur, Menningarfélagið Hraun í Öxnadal stendur fyrir í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar.

Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir í Hamraborg í Hofi.

Dagskráin er sem hér segir.

Kristín S. Árnadóttir bókmenntafræðingur verður með hugleiðingu um Jónas Hallgrímsson líf hans og störf.

Vandræðaskáldið Villi leikur sér með orð til heiðurs afmælisbarninu.

Eldri barnakór og stúlknakór Akureyrarkirkju syngja lög við texta Jónasar undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur.

Rapparinn Viljar Níu stígur á stokk.

Lesin verða ljóð eftir verðalaunahafa í Ungskáld á Akureyri  - samkeppni í skapandi skrifum.

Norðlensku tónlistarkonurnar Þórhildur Örvarsdóttir, Helga Kvam og Lára Sóley Jóhannsdóttir syngja og leika nokkur lög við texta Jónasar.

 

Kynnir er hinn óborganlegi Oddur Bjarni.  

 

Uppbyggingasjóður Eyþings styrkir viðburðinn.