NAUST

Opið og bjart með fallegu útsýni

Naustið er opið rými við aðalsalinn Hamraborg sem hægt er að loka af með felliveggjakerfi og nýtist þá vel sem fundarými.

Salurinn tekur allt að 150 manns í sæti miðað við fundauppröðun.

Salurinn er mjög opinn og þar er hátt til lofts, hann er bjartur og hefur fallegt útsýni inn Eyjafjörðinn. Í Nausti eru stórir gluggar og glerhurðir út á fallega og skjólgóða verönd til suðurs sem er alveg við sjóinn.