Félagið

Logo LA

Leikfélag Akureyrar er félag og geta þeir orðið félagsmenn sem áhuga hafa á leiklist og leikhúsrekstri á Akureyri, jafnt einstaklingar sem lögaðilar. Haldinn er aðalfundur í nóvember ár hvert en einnig eru haldnir félagafundir þess á milli t.a.m. til að kynna dagskrá hvers leikárs.

Félagsmenn njóta vildarkjara á áskriftarkortum og fá regluleg fréttabréf um starfsemina. Félagsgjald árið 2015 er kr. 2.500.

Til að gerast félagi í Leikfélagi Akureyrar skal hafa samband við miðasölu í síma 4 600 200 eða senda póst á Leikfélagið með því að smella hér

Stjórn Leikfélags Akureyrar leikárið 2016-2017 skipa:


Oddur Bjarni Þorkelsson - formaður
Birna Pétursdóttir - varaformaður
Vilhjálmur Bergmann Bragasson - ritari

Fulltrúi LA í stjórn MAk : Arnheiður Jóhannsdóttir