Verðandi - listsjóður

VERÐANDI

-Listsjóður -

samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar

Auglýst er eftir umsóknum í listsjóðinn VERÐANDI fyrir viðburði
á tímabilinu 15. janúar – 31. júlí 2019.
Athugið að auglýst verður eftir umsóknum fyrir starfsárið 2019 - 2020 í upphafi árs 2019.
 
Styrkur til verkefnis gengur til kostnaðar vegna afnota af salarkynnum,
grunntæknibúnaði, tækniþjónustu og af auglýsingu í ljósakassa.
Að þessu sinni verður úthlutað fyrir viðburði sem fram fara í Menningarhúsinu Hofi.
Hverjir geta sótt um?

Umsækjendur geta verið einstaklingar eða hópar sem hyggjast vera með listviðburð í Menningarhúsinu Hofi.

Helstu markmið sjóðsins eru að:
  • Auðvelda ungu listafólki og þeim sem standa utan stofnanna að nýta sér þá fyrirmyndar aðstöðu sem Hof býður upp á.
  • Stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum í Hofi.
  • Nýta þá möguleika sem Hof býður uppá fyrir fjölbreytta viðburði.
ferilskrá helstu þátttakenda
Tímabilið 15. janúar - 31. júlí 2019
Hvaða tíma dags er óskað eftir að viðburður fari fram
Greinagóð Lýsing á viðburðinum og markmiðum þess ásamt markhópi. Hámark 300 stafabil


Veljið einn eftirtaldra sala
Færið inn helstu kostnaðarliði (s.s. salarleigu, búnað og þjónustu) og tekjur.

Gott er að geta þess hvort sótt er um í fleiri sjóði.
Úthlutunarnefndin lítur það jákvæðum augum að verkefni hljóti einnig styrkveitingu annarsstaðar frá.

Litið verður til eftirtalinna atriða við afgreiðslu umsókna:

  • Að verkefnið henti og nýti möguleika Hofs.
  • Að verkefnið hafi möguleika á að höfða til nýrra áheyrandahópa.
  • Að umsókn verkefnisins sýni fram á að hér sé á ferð bæði metnaðarfullt og framkvæmanlegt verkefni.
  • Að verkefnið ýti undir fjölbreytt listalíf.
  • Verkefni frá listafólki sem hafa skýra tengingu við Akureyri og nágrenni njóta alla jafna forgangs.
Gott að vita:
Styrkur til verkefnis gengur til kostnaðar vegna afnota af salarkynnum, grunn
tæknibúnaði,tækniþjónustu og af auglýsingakassa. Hámarksstyrkur til hvers verkefnis er að andvirði leigu fyrir Hamraborg, 850.000 - sjá tónleikadæmi 2 í verðskrá VERÐANDI. Umrædd styrkupphæð er hámark, en ekki endilega viðmið við styrkúthlutanir. Ágóði af viðburðinum að frádregnum kostnaði umfram styrkupphæð og miðasöluþóknun er greiddur styrkþega skv. gildandi samningi milli Menningarfélags Akureyrar og styrkþega. Styrkþegi skal skila inn stuttri greinargerð um verkefnið en greiðsla er ekki innt af hendi fyrr en eftir að henni hefur verið skilað.
 
Úthlutunarnefnd áskilur sér rétt til að afturkalla styrkveitingu ef hún metur það sem svo að tvísýnt sé um framvindu verkefnisins, eða að ljóst þyki að ekki verði af viðburðinum.
 
Úthlutunarnefndin veitir ekki rökstuðning fyrir afgreiðslu umsókna.
 
Styrkþegi semur um tímasetningu við Menningarfélag Akureyrar og skal gerður skriflegur samningur um styrkinn.
 
Sjóðurinn skal ekki hafa tekjur af neinu þeirra verkefna sem hljóta styrk og ber ekki fjárhagslega ábyrgð á verkefnum sem styrk hljóta.

Umsóknarfrestur: til miðnættis 2. desember.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar netfang hennar er kristinsoley@mak.is

Skilmálar

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar t.d. vegna fyrirspurna, beiðna eða umsókna, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Menningarfélag Akureyrar sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Vinnsla gagna fer fram svo lengi sem notandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef notandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Menningarfélags Akureyrar í tölvupósti á mak@mak.is.

captcha