Fara í efni

LEIKHÚS UNGA FÓLKSINS PRUFUR

Mikilvægar upplýsingar

Leikhús unga fólksins er fyrir krakka fædda 2003-2005.

Prufurnar fara fram í Samkomuhúsinu á Akureyri helgina 29. og 30. júní. 

Hér að neðan er sena sem allir þurfa að læra utan af fyrir prufuna. Allir sem skrá sig fá staðfestingu í tölvupósti sem og upplýsingar um nákvæma tímasetningu prufunnar. 

Nánari upplýsingar gefur Vala Fannell, leikstjóri. Netfang: valafannell@gmail.com

Hér er sena sem þátttakendur þurfa að læra utan af fyrir prufuna:

 

Leyndarmál:

Þetta er kassinn minn. Hann er ekkert svo stór. Þið hafið ekki hugmynd um hvað er inni í þessum kassa þegar þið horfið á hann. Það er einmitt málið. Innra og ytra byrði er tvær ólíkar manneskjur. Ég hef haldið mínum innri manni leyndum langalengi. Hann kom engum við. Það var ekkert erfitt að leynast. Ég hef þjálfað mig í því. Fólk sér vel hannað yfirborð og veltir því ekkert frekar fyrir sér. Það sé það sem það vill sjá. Núna í sumar…sagði ég vinum mínum allt. Þeir vita hvað er í þessum kassa. Ég hélt að maður gæti sagt vinum sínum öll sín leyndarmál. Er það ekki markmiðið með vináttu? Til að eiga einhvern sem stendur með þér? Ótrúleg mistök.

 

 

Hér geturðu prentað senuna út:

 Sena LUF.docx

 

Vinsamlegast láttu mynd af þér fylgja umsókninni