Fara í efni

CHICAGO! DANSPRUFUR

CHICAGO! DANSPRUFUR

Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu í janúar 2023.

Við leitum að dönsurum 20 ára og eldri.

Hæfniskröfur: Umtalsverð reynsla og/eða menntun í dansi er skilyrði. 

Prufurnar verða haldnar á Akureyri dagana 28. og 29. maí.

Ef þú ert dansari sem ert tilbúin/n að fara inn í atvinnusöngleik og taka þátt í æfinga- og sýningarferli frá nóvember og fram á vormánuði, þá endilega skráðu þig! Prufað verður í dansi og söng.

Vinsamlegast lærið þetta lag í þessari útgáfu:

ALL THAT JAZZ

Hér er textinn við lagið á íslensku. 

Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband við Þórunni sýningastjóra á netfangið thorunn@mak.is 

 

Chicago eftir John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse er einn þekktasti og vinsælasti söngleikur allra tíma. Hann var frumsýndur á Broadway árið 1975 og endurgerður árið 1996 en sú uppfærsla hefur gengið fyrir fullu húsi síðan.

Meðal þekktra laga úr Chicago eru; All that jazz, Funny honey, Mr Cellophane ofl.

Söngleikurinn gerist á 3 áratug liðinnar aldar í hinni iðandi og spilltu Chicagoborg og fjallar um siðlausu glæpakvendin Velmu Kelly og Roxy Hart. Þær eiga sér þann draum heitastan að verða frægar og til að ná athygli fjölmiðla svífast þær einskis. Beittur, fyndinn og seiðandi söngleikur í frábærri þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar.

Hæfni


Vinsamlegast láttu mynd af þér fylgja umsókninni