Fara í efni
Dags Tími
08 .apr '22 20:00
Verð: 7.900 kr.

Í ljósi samkomubanns hefur Skonrokk tónleikunum sem áttu upprunalega að fara fram í Hofi þann 18.april 2020 verið frestað aftur.
Ný dagsetning er föstudagurinn 8. apríl 2022 ( áður laugardagurinn 22.maí) og gildir sami miðinn áfram.

Enn og aftur kemur Skonrokkshópurinn saman til að rokka og skemmta sér og öllum öðrum sem elska rokk. Mörg af okkar vinsælustu lögum í gegnum tíðina hafa ratað á dagskrá hópsins frá aðdáendum. Endilega kíktu á okkur á Facebook og sendu okkur þína tillögu, þitt uppáhaldsrokklag J

Við lofum kyngimögnuðu kvöldi sem þú ættir ekki að missa af, enda hafa lög frá hljómsveitum eins og Whitesnake – KISS – ACDC – Metalica – Iron Maiden – Guns N‘ Roses – Queen – U2 – Race against the machine – Deep purple – Uriha Heep – Journey – Steelheart – Aerosmith – Led Zeppelin – Heart – Janis Joplin – Boston – Dio – Black Sabbath og fleirum, heyrst á þessum kvöldum. Sem sagt rjóminn af því besta í rokkinu.

SkonRokkshópinn í þetta sinn skipa:
Magni Ásgeirsson – söngur, Birgir Haraldsson – söngur, Stefán Jakobsson – söngur, Stefanía Svavarsdóttir – söngur og Sigríður Guðnadóttir – söngur.

Birgir Nielsen – trommur, Ingimundur Óskarsson – bassi, Stefán Örn Gunnlaugsson –hljómborð, Einar Þór Jóhannsson – gítar, Sigurgeir Sigmundsson – gítar,

Geggjaður hópur sem á það sameiginlegt að elska ROKK þar sem töfrararnir verða til og töffararnir líka.