Fara í efni

Skrímslin og opnun sýningar Stefáns Boulter

Um helgina er næstsíðasta sýningarhelgi Litla skrímslisins og stóra skrímslisins í Hofi. Verkið, sem er ætlað leikskólaaldri og upp í níu ára, hefur slegið í gegn en nú eru aðeins örfáar sýningar eftir. Á laugardaginn eru tvær sýningar og á sunnudaginn aðrar tvær. Sýningarnar eru klukkan 13 og 14:30. 

Á laugardaginn opnar ný myndlistarsýning í Hofi þegar myndlistarmaðurinn Stefán Boulter opnar sýninguna Eilífð í Augnabliki. Málverkin á sýningunni eru öll unnin með olíu á striga. Opnunin er kl. 16 og eru öll velkomin. 

Að lokum minnum við á að opið er fyrir umsóknir í Upptaktinn en markmið Upptaktsins er að stuðla að tónsköpun krakka og unglinga. Nánari upplýsingar á mak.is

Til baka