FRÉTTIR

Listasumar í Hofi

Menningarfélag Akureyrar og Listasumar taka höndum saman og bjóða meðal annars upp á dans, pönk og íslenskar söngperlur í Hofi í sumar. Dagskráin í Hofi er afrakstur góðar samvinnu Menningarfélags Akureyrar og Listasumars.
Lesa meira

LMA sýnir í Hofi næsta vor

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri (LMA) sýnir næsta leikverk sitt á fjölum Hamraborgar í Hofi. Menningarfélag Akureyrar og Leikfélag Menntaskólans á Akureyri skrifuðu á dögunum undir samning þess efnis.
Lesa meira

Fundur fólksins til Akureyrar

Almannaheill – Samtök þriðja geirans hafa samið við Menningarfélag Akureyrar um framkvæmd á lýðræðishátíðinni Fundur fólksins sem haldinn verður dagana 8. og 9. september í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Haldnir hafa verið tveir vel sóttir kynningarfundir um hátíðina annars vegar í Reykjavík og hins vegar á Akureyri.
Lesa meira

Sjómannadagsstemning

Það verður létt sjómannadagsstemning í húsinu á sunnudaginn 11. júní frá klukkan 14 til 17. Fram koma fimir og flinkir danshópar frá dansskólanum Steps Dancecenter og Haraldur Ingi Haraldsson fyrrum bæjarlistamaður verður með leiðsögn um sýningu sína Aðgerð/Gutted en hún prýðir veggi Hofs. Norðlensku tónlistarkonurnar Helga Kvam, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Þórhildur Örvarsdóttir stíga á svið um kaffileytið og flytja sjómannalög auk þess sem þau Jónína Björt Gunnarsdóttir og Ívar Helgason flytja ljúfar dægurlagaperlur.
Lesa meira

Opnun sýningar í Amtsbókasafninu

Sýning Amtabókasafnsins í tilefni af 100 ára afmæli Leikfélagsins á Akureyri var opnuð í gær. Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu, sagði stuttlega frá tilurð og framkvæmd sýningarinnar og Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins opnaði hana. Búningar, grímur og ljósmyndir skipa veglegan sess á sýningunni.
Lesa meira

LA 100 ára - sýningaropnun á Amtsbókasafninu

Í ár fagnar Leikfélag Akureyrar 100 ára afmæli sínu. Af því tilefni setur Amtsbókasafnið upp sýninguna 100 ára afmæli LA sem opnar þriðjudaginn 6. júní kl. 14 í Amtsbókasafninu en sýningin stendur út júnímánuð.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í Tónlistarsjóð

Akureyrarbær auglýsir nú eftir umsóknum í nýstofnaðan Tónlistarsjóð Hofs og Samkomuhússins fyrir starfsárið 2017-2018. Helstu markmið sjóðsins eru að auðvelda ungu tónlistarfólki og þeim sem standa utan stofnana að nýta sér aðstöðuna í húsunum, stuðla að fjölbreytileika í tónlistarviðburðum og nýta þá möguleika sem Hof og Samkomuhúsið hafa upp á að bjóða fyrir tónlistarviðburði.
Lesa meira

Skapandi aflvaki til framtíðar

Öflug miðstöð skapandi greina hefur byggst upp með stofnun Menningarfélags Akureyrar sem skilar menningarlegum verðmætum til samfélagsins ásamt því að vera eftirsóknarverður vettvangur fyrir listviðburði, fundi og ráðstefnur af landinu öllu. Í lok starfsársins kynnti Menningarfélagið afrakstur stefnumótunarvinnu sem starfsfólk félagsins og fulltrúar stjórna þeirra félaga sem það mynda tóku þátt í. Félögin eru: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Leikfélag Akureyrar og Menningarfélagið Hof.
Lesa meira

Sýningaropnun bæjarlistamanns Akureyrar

Haraldur Ingi Haraldsson opnar sýningu sína “Aðgerð / Gutted” laugardaginn 13. maí kl. 14 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Haraldur Ingi var bæjarlistamaður Akureyrar 2016-2017 og sýnir nú þau verk sem hann hefur unnið að á því tímabili. Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar flytur ávarp, Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu opnar sýninguna og Haraldur Örn Haraldsson flytur verk sitt Tónskreyting við kvæðið Hrafninn eftir Edgar Allan Poe.
Lesa meira

Takk fyrir komuna

Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands fóru fram síðastliðna helgi. Það var enginn annar en Atli Örvarsson Hollywood stjarna sem lokaði árinu. Það var góður endir á vel heppnuðu dagskrárári en það var uppselt á nær alla tónleika hljómsveitarinnar í vetur. Um 5000 gestir komu á tónleika og það er ljóst að Norðlendingar og landsmenn allir eru miklir unnendur sinfónískrar tónlistar.
Lesa meira