Fara í efni

Skrímsli, óperur og Regnbogaland

Það er heldur betur stór og skemmtileg helgi framundan í Hofi! 

Sýningin um Litla skrímslið og stóra skrímslið verður sýnd í Svarta kassanum á laugardaginn og sunnudaginn. Leikritið er einlæg og falleg saga um vináttu og samskipti. Það verða fjórar sýningar um helgina og það er aðeins örfáir miðar eftir. Þetta er sýning sem enginn má missa af svo allir á mak.is og tryggja sér og sínum miða sem fyrst, enda takmarkaður fjöldi sýninga.

Stórsöngavararnir Gísli Rúnar Víðisson og Guðrún Ösp Sævarsdóttir, ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleikara, flytja margar af þekktustu óperuaríum allra tíma í bland við aðrar íslenskar og erlendar perlur á tónleikunum  Nú blæs úr norðri í Hömrum á laugardaginn. Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.

Á sunnudaginn er komið að Dans- og tónlistarsmiðju fyrir börn á aldrinum 2-6 ára. Sögusviðið í smiðjunni er Regnbogaland og leitin að regnboganum er þema sögunnar. Glæný barnatónlist verður notuð í smiðjunni og unnið verður með dans, tjáningu, slæður, hristur og litina. Guðný Ósk Karlsdóttir mun leiða börnin í gegnum söguna og syngja fyrir þau. Börnin fá því að vera virkir þáttakendur í ævintýraheimi Regnbogalands undir faglegri leiðsögn. Áhersla verður á að efla hreyfifærniþroska, ímyndunaraflið og sköpunarkraft barnanna. Viðburðurinn er einnig styrktur af Verðandi listsjóð.

Að lokum minnum við á að skráning í  Tónlistarsmiðju Upptaktsins er í fullum gangi. Smiðjan er fyrir öll börn í 5.-10. bekk og fer fram sunnudaginn 28. janúar. Nánari upplýsingar á mak.is/vidburdir/tonlistarsmidja

Til baka