Fara í efni
Dags Tími
03 .feb '17 20:00
04 .feb '17

Margrómuð leiksýning byggð á raunverulegri hvunndagshetju.

 

„Þú veist ekkert hvernig líkaminn á mér virkar. Það stendur ekki í neinni bók.”

 

Sóley Rós er 42 ára mamma, amma, eiginkona og skúringakona.

Verkið er byggt á viðtölum við raunverulega íslenska hvunndagshetju sem hefur átt lygilegt lífshlaup, hefur kynnst mótlæti og sárum missi sem hver sem er gæti kiknað undan.

Sóley Rós er einstök persóna. Hún er Bjartur í Sumarhúsum, hún er Þóra í Hvammi. Meinfyndið og grátbroslegt verk um samtímann sem tekur á mikilvægum málefnum sem allir hafa skoðanir á og varða okkur öll.

Brot úr gagnrýni:

„Saga sem bætir heiminn“ J.S.J. Kvennablaðið

„Sólveig túlkar sársauka Sóleyjar Rósar af sterkri innlifun sem lætur engan ósnortinn“ S.B.H. Morgunbl

“Bráðfyndið leikrit sem hittir beint í hjartastað, fullkomlega íslenkst en á sama tíma sammannlegt og líka skerandi sárt” D.S. Starafugl

 

Höfundar leikverks: María Reyndal og Sólveig Guðmundsdóttir.

Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson

Leikstjórn: María Reyndal

Ljósa – og sviðshönnun: Egill Ingibergsson

Myndbönd: Pierre Alain Giraud

Búningar: Margrét Einarsdóttir

Tónlist: Úlfur Eldjárn

Hár og förðun: Diego Batista

Framkvæmdastjórn: María Heba Þorkelsdóttir

 

Klukkutími ekkert hlé

Aldurshópur 12+