Fara í efni
Dags Tími
03 .des '16 19:30

Heima um jólin 2016 - Hof, Akureyri 3. desember

-   Miðar seldust upp á fimm mínútum!

  • Aukatónleikar samdægurs kl. 16:00 - örfá sæti laus
  • Aukatónleikar kl. 22:00 

 

Laugardaginn 3. desember verður mikið um dýrðir í Hofi þegar jólatónleikar Friðriks Ómars, Heima um jólin, verða haldnir. Miðar á áður auglýsta tónleika kl. 19:00 seldust upp á svipstundu og aðeins örfá sætu eru laus á aukatónleikana kl. 16:00. Því hefur verið ákveðið að bæta við þriðju tónleikunum samdægurs kl. 22:00 sem jafnframt verða þeir síðustu þetta árið.

 

„Viðtökurnar hafa verið frábærar. Ég hef nokkrum sinnum áður haldið þrenna tónleika í Hofi á einum degi en ég get fullyrt að listafólkið er tilbúið í þetta maraþon. Hópurinn er einstaklega flottur því nokkrar kynslóðir söngvara  koma fram á glæsilega skreyttu sviði í Hofi þennan dag. Ég geri allt hvað ég get til að listafólkinu líði sem best baksviðs. Þar er nægur matur, gott starfsfólk og meira að segja nuddari. Raggi Bjarna gerði þó eina kröfu og það var að gista á Hótel Kea. Ég er búinn að græja það. Ég gef samt ekki upp herbergisnúmerið nema að hann óski sérstaklega eftir því á tónleikunum“ segir Friðrik Ómar og hlær.

Gestir Friðriks að þessu sinni eru söngvararnir Guðrún Gunnarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Helena Eyjólfsdóttir og hinn eini sanni Ragnar Bjarnason. Saman kemur þessi glæsilegi hópur fram ásamt hljómsveit undir stjórn Ingvars Alfreðssonar píanóleikara. Hljómsveitina skipa auk Ingvars þeir Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, Diddi Guðnason slagverksleikari, Kristján Grétarsson gítarleikari, Sigurður Flosason saxófónleikari og Ari Bragi Kárason á trompet.

 

Efnisskráin er sögð einstaklega vegleg en gestir munu heyra allar helstu perlur jólanna í glæsilegum útsetningum og flutningi listafólksins. 

 

Miðasala á aukatónleikana kl. 22:00 hefst miðvikudaginn 5. október kl. 10:00 á mak.is, tix.is og í síma 450-1000. Miðaverð frá 5990-8990.

 

Kíktu í heimsókn á www.facebook/heimaumjolin og fylgstu með undirbúningnum.

 

Lengd viðburðar með hléi er um 2 klukkustundir.