Fara í efni
Dags Tími
11 .okt '16 20:00

Fyrirlestur á ensku
Christopher Vasey


Forlög, karma, eigum við frjálsan vilja?
Samkvæmt Gralsboðskapnum

 

Hvað eru forlög og karma? Hvernig stendur á því að örlögin umturna lífi manns og virðast vera í mótsögn við frjálsan vilja okkar? Í fyrirlestrinum byggir fyrirlesarinn á þekkingu Gralsboðskapsins og sýnir hvernig örlögin mótast með skýrum og rökföstum hætti í samræmi við þær ákvarðanir sem við tökum með frjálsum vilja okkar og hvernig lögmálið um sáningu og uppskeru starfar. Maðurinn er ekki þolandi heldur valdur örlaga sinna.

Fyrirlesari:
Christopher Vasey er fæddur í Sviss, stundar náttúrulækningar og hefur ritað bækur um óhefðbundnar lækningar og andleg málefni. Frá árinu 1988 hefur hann ritað ríflega 30 bækur sem gefnar hafa verið út á fjölmörgum tungumálum. Hann heldur reglulega fyrirlestra.