Fara í efni
Dags Tími
17 .feb '19 17:00

Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari halda tónleika í Hömrum í Hofi sunnudaginn 17. febrúar kl 17. Á tónleikunum munu hljóma verk eftir m.a. Pergolesi, Chaminade og John Williams.


Laufey og Páll hafa starfað saman frá árinu 1986. Þau hafa haldið tónleika víðs vegar um landið sem og erlendis og gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. Á efnisskrá þeirra eru verk frá barokk-tímanum til okkar daga og íslensk tónskáld hafa samið verk fyrir þau sérstaklega.
Verkið Samtvinna, eftir John A. Speight, er sérstaklega samið fyrir Laufeyju og Pál og var frumflutt í júlí sl.

Geisladiskur með leik þeirra kom út árið 1996 og ber nafnið „Ítölsk tónlist“


Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir tónleikunum í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar og FÍT.