Fara í efni
Dags Tími
12 .maí '17 21:00

Það verður sannkallað Eurovisionpartý í Hofi föstudagskvöldið 12. maí en þá stígur Eurobandið á svið og flytur bestu og jafnframt verstu lög Eurovisionkeppninnar frá upphafi til dagsins í dag. Tilefnið er ærið en daginn eftir, 13. maí, er lokakvöld keppninnar í ár haldið í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er því upphitun í meira lagi og einstakt tækifæri fyrir aðdáendur keppninnar að taka þátt í skemmtilegri upprifjun.

Sem fyrr eru það Friðrik Ómar og Regína Ósk sem leiða hljómsveitina Eurobandið og kunna þau eina sögu eða tvær af keppninni.

Hljómsveitina skipa Benedikt Brynleifsson trommur, Róbert Þórhallsson bassi, Kristján Grétarsson gítar og Ingvar Alfreðsson hljómborð.

Sérstakur gestur er enginn annar en Eyjólfur Kristjánsson.

 

Framleiðandi: Rigg viðburðir.