Fara í efni
Dags Tími
30 .apr '17 16:00

Portretttónleikar Atla Örvarssonar þar sem sinfónísk tónlist hans úr nokkrum heimsþekktum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum verður flutt. Þar má nefna tónlist úr Vantage Point, Hansel & Gretel og Chicago Fire. Auk þess verður frumfluttt nýtt verk eftir Atla. 

 

„a wonderfully minimalist score that lends a mornful solemny to the film,“ segir

Mark Kermode, gagnrýnandi The Guardian um tónlistina í Hrútum

 

Atli Örvarsson ólst upp á Akureyri og tónlist lék stórt hlutverk í lífi hans allt frá barnsaldri. Hann spilaði lengi í hljómsveitum, en þar á meðal má nefna hið akureyrska Stuðkompaní og Sálina hans Jóns míns. Hann stundaði nám í hinum virta Berklee-háskóla, þar sem hann fann sig í heimi kvikmyndatónlistarinnar, og í beinu framhaldi fór hann í mastersnám í North Carolina Shool of the Arts. Í dag semur hann alla tónlist í NBC þáttaseríunum Chicago Fire, Chicago PD og Chicago Med. Atli samdi einnig tónlistina í bandarísku kvikmyndinni „The Perfect Guy“ en sú mynd var sú söluhæsta í Bandaríkjunum í september 2015 og það var  einmitt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem lék tónlistina undir stjórn Atla.

 

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er með ferskan nútímalegan stíl. Hún hefur leikið inn á kvikmyndir og hljómplötur, spilað með tónlistarmönnum úr öllum geirum tónlistarflórunnar og heldur háklassíska sinfóníutónleika þess á milli. Hún hefur átt í samstarfi við Árstíðir, Dúndurfréttir,  Dimmu, Pollapönk, Steve Hackett ( úr Genesis), Ólaf Arnalds, Eivöru Pálsdóttur, Gretu Salóme og Todmobile svo eitthvað sé nefnt. Sinfóníuhljómsveitin hefur undir stjórn Atla leikið í fjórum kvikmyndum á sínu fyrsta starfsári sem kvikmyndahljómsveit (Arctic Cinematic Orchestra).

 

Stjórnandi hljómsveitarinnar er Atli Örvarsson