Fara í efni
Dags Tími
15 .des '16 20:00

Sunna Borg er sjötug af því tilefni flytur hún ljóðabálkinn “Bergljót” eftir Björnstjerne Björnsson. Edvard Grieg tónskáld samdi

tónlist við ljóðabálkinn í Samkomuhúsinu 15. desember kl 20.  

Ljóðabálkurinn er í nýrri þýðingu eftir Þórarinn Eldjárn.

 

Daníel Þorsteinsson tónlistamaður sér um undirleik á píanó.

 

Ljóðabálkurinn “Bergljót” fjallar um dráp Einars Þambarskelfis sem var maður Bergljótar Hákonardóttur og einkasonar þeirra Indriða en hann var einnig myrtur af mönnum Haraldar Harðráða sem var uppi um árið 1000.

 

Lára Stefánsdóttir dansari og danshöfundur og sonur hennar Stefán Franz Guðnason dansa undir 

tónlist eftir Maurice Ravel Pavane Dauði prinsessu. Undirleikari Daníel Þorsteinsson.

 

Gunnar Björn Jónsson sem hefur verið í söngnámi á Ítalíu kemur til með  að syngja nokkur lög m.a. eftir Grieg og fleiri.

Undirleikari Daníel Þorsteinsson.

 

Kynnir afmælisdagskráinnar er Saga G. Jónsdóttir leikkona.

 

Afmælisdagskráin verður haldin í Samkomuhúsinu.