Fara í efni

Leikfélag Akureyrar aflvaki og skapandi afl til framtíðar

Í dag fögnum við hundrað ára afmæli Leikfélags Akureyrar og sögu þess sem alfvaka og skapandi krafts í sviðslistum.  Saga félagsins er algerlega samofin sögu þess samfélags sem það sprettur úr fyrst sem áhugaleikhús og svo sem atvinnuleikhús. Leiksýningar félagsins hafa orðið að segul fyrir áhorfendur heima og handan heiða. Auk þess hefur félagið gert strandhögg með sínar leiksýningar í höfuðborginni við frábæran orðstí.

Nú á þessum tímamótum er ekki bara um vert að líta tilbaka heldur taka stefnuna fyrir framtíðina.  Aðgengi, mennska, hlutdeild, fjölbreytileiki, forvitni og gjafmildi eru vörður sem Leikfélagið vill hafa að  að leiðarljósi í þeirra víðasta skilningi í allri sinni starfsemi í framtíðinni. Það vill framleiða metnaðarfulla dagskrá sem hefur hefur að leiðarljósi nýsköpun í sviðslistum og þá skyldu að færa sígild skáldverk nær áhorfendum í dag og þannig skapa ný samfélagsleg verðmæti. Leikfélagið vill rækta hæfileika ungs listafólks í frumsköpun í sviðslistum og vera gróðurhús fyrir hugmyndir, staður þar sem draumar geta ræst. Rödd ungs fólks er mikilvæg og ungu fólki skal gefið tækifæri til að eiga stefnumót við áhorfendur. Spurningum og rannsóknum borgaranna er gefin snertiflötur við sitt samfélag í verkefnum Leikfélags Akureyrar.

Með þessar vörður að leiðarljósi viljum við tryggja að Leikfélag Akureyrar verði aflvaki og skapandi afl til framtíðar.

 

Til hamingju með afmælið.

 

Jón Páll Eyjólfsson

Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar

Til baka