Fara í efni

Gosi frumsýndur í Hofi!

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir ævintýrasöngleikinn um spýtustrákinn Gosa eftir Karl Ágúst Úlfsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson föstudagskvöldið 8. mars í Menningarhúsinu Hofi.

Gosi byggir á heimsfrægri sögu Carlo Collodi um spýtustrákinn og er sagan flestum kunn, ungum sem öldnum.

Það fer enginn ósnortinn heim eftir þessa sýningu en töfrar leikhússins, ástríða og hæfileikar unga fólksins glæða söguna lífi. Söngleikurinn er stútfullur af flottum dansatriðum, glæsilegri tónlist og góðum boðskap.

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett upp sýningar ár hvert frá árinu 1936. Sýningar LMA einkennast af miklum hæfileikum, metnaði, glæsibrag og töfrum. Hér er á ferðinni metnaðarfull uppsetning þar sem hátt í 90 nemendur taka þátt í hvort sem það er á sviðinu eða á bak við tjöldin.

Gosi lifnar við á ný í Hofi í leikstjórn Mörtu Nordal og tónlistarstjórn Þorvaldar Bjarna. Miðasala á mak.is

Til baka