Fara í efni

Frumsýning í kvöld! Hér er leikskráin

Leikfélag Akureyrar og hljómsveitin Hundur í óskilum frumsýna sýninguna Njálu á hundavaði í kvöld!

Leikarar eru sem fyrr Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson sem snúa nú aftur í Samkomuhúsið eftir að hafa farið á hundavaði um sögu íslensku þjóðarinnar í þremur brakandi skemmtilegum sýningum – Sögu þjóðar, Öldinni okkar og Kvenfólki. Njála á hundavaði er drepfyndin sýning en við sögu koma taðskegglingar, hornkerlingar, kinnhestar, kartneglur og þjófsaugu svo fátt eitt sé nefnt.

Miðasala er í fullum gangi á mak.is.  Hópar, tíu eða fleiri, fá sérstakan hópafslátt svo sýningin er tilvalin skemmtun fyrir sauma- og starfsmannahópa! 

Hér er leikskrá sýningarinnar.

Til baka