Fara í efni

Dáðadrengirnir frá Dalvík með tónleika í Hömrum

Aron Óskarsson er Norðlendingum af góðu kunnur. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika á Íslandi t.a.m á Fiskideginum mikla 2015. Aron kemur fram á tónleikum í Hömrum þann 14. júlí  kl 20.00 en þeir eru hluti af sumardagskrá MAk. 
Á tónleikunum mun Aron og Dáðadrengirnir spila tónlist af fyrstu plötu Arons Activisual .  Á plötunni eru 12 lög  en Aron segir að þetta sé "popp/rokkplata með kántrí- og þjóðlagaívafi og lögin séu jafn misjöfn og tilfinningarnar á bak við þau".  Gaman er að segja frá því að sum lögin eru frá því hann var 15 ára gamall og önnur frá því að upptökuferlið hófst. Hann segir "platan lýsir ferðalagi mínu í áttina að því að verða tónlistarmaður og þeim áfanga sem útgáfa hennar markar".  Aron  var fyrsti dægurtónlistarmaðurinn til að nýta sér aðstöðu Hofs til að hljóðrita tónlist. 
Til baka