Fara í efni
Dags Tími
09 .des '17 13:00

Söngtríóið White Raven flytur "English Christmas Carols" ásamt írskum þjóðlögum í eigin útsetningum í Hömrum. 

Í tríóinu eru Kathleen Dineen sópran, Mathias Spoery baritónn og Robert Getchell tenór.

 

White Raven, a cappella söngtríó, flytur útsetningar af írskum og skoskum þjóðlögum, miðaldatónlist og dægurlög.

White Raven söngtríóið hefur samkvæmt gagnrýnendum Irish Times, náð að fullkomna samsöngslistina með sínum sérstæða hljómi og einstakri raddblöndun og af sömu gagnrýnendum verið lofað sem "raddir úr hreinu gulli".

Stjórnandi hópsins, írska sópransöngkonan og hörpuleikarinn, Kathleen Dineen, stofnaði White Raven árið 2001 og lét þarmeð gamlan draum rætast:  Að tengja saman tvær helstu tónlistarástríður sínar, írsku þjóðlagatónlistina og miðaldasöngva. Henni hefur tekist að radda laglínur úr írskum þjóðlögunum í stíl 15.aldar fjölröddunar, án þess að ganga á hreinleika upprunalegu söngvanna. Útkoman hefur verið lofuð í hástert af  gagnrýnendum.

White Raven hefur aðsetur í Basel, Sviss, þar sem Kathleen kennir miðaldasöng við hinn virta skóla Schola Cantorum Basiliensis. Með henni syngja í tríóinu, ameríski tenórinn Robert Getchell og franski baritónninn, Mathias Spoerry. Öll þrjú eru þau reynslumikil á sviði flutnings upprunalegrar tónlistar. Þessar þrjár raddir styðja fullkomnlega við hvor aðra eins og Birmingham Post lýsir: "a beautiful understated finesse and masterclass in ensemble and balance".

White Raven hefur komið víða fram í Evrópu á hátíðum eins og  Stimmen, Rheingau, Schleswig Holstein, Rheinvokal, Klangvokal, Boswiler Sommer, Kilkenny Arts, Cork International Choral festival og hátíðum fyrir upprunalega tónlist svo sem í Birmingham, Montalbâne, Le Thoronet, Galway og East Cork.

Þau hafa fengið spilun í útvarpi hjá m.a. þýsku útvarpsstöðinni WDR, DRS 2 í Sviss and RTE Lyric fm.

 

Það er Tónlistarfélag Akureyrar sem stendur fyrir tónleikum söngtríósins en White Raven heldur einnig fleiri tónleika á Norðurlandi.

Fim. 7.des. kl. 20:00 Stærri-Árskógskirkja

Fös. 8.des. kl. 20:00 Siglufjarðarkirkja

Sun. 10.des. kl. 15:00 Menningarhúsið Berg, Dalvík

 

Það er Rannís og Menningarsjóður Akureyrar sem styður tónleika Tónlistarfélags Akureyrar.