Kaupa miða
Dagsetning: 05.05.2019
Tími: 16:00
Verð frá: 4.900 kr.
Salur: Hamrar

Vorvindar glaðir

Fimm hljóðfæraleikarar fara á tímaflakk um Evrópu millistríðsáranna og flytja fjöruga, ferska, freka og fljótandi tónlist á innilegri stund með einstökum hljóm blásarakvintettsins.

Kvintettinn Norð-Austan 5-6 var stofnaður árið 2016, með það að markmiði að sameina hljóðfæraleikara sem búa við fámenni í tónlistarlífinu í sínu byggðarlagi og hafa ekki oft tækifæri til að spila góða kammertónlist. Hér eru saman komnar konur, búsettar á Egilsstöðum, Neskaupstað, Reyðarfirði, Akureyri og í Svarfaðardal. Verkin sem leikin verða kynna breitt tónmál blásarakvintettsins, en þau eru samin af tónskáldum af ólíkum uppruna, á árunum 1922-1955. 

 

Hildur Þórðardóttir, þverflauta 

Gillian Haworth, óbó 

Berglind Halldórsdóttir, klarinett 

Dagbjört Ingólfsdóttir, fagott 

Ella Vala Ármannsdóttir, horn