Dagsetning: 01.01.1970
Tími: 00:00
Salur: Hamrar

Vorvindar glaðir

Fimm hljóðfæraleikarar fara á tímaflakk um Evrópu millistríðsáranna og flytja fjöruga, ferska, freka og fljótandi tónlist á innilegri stund með einstökum hljóm blásarakvintettsins.

Kvintettinn Norð-Austan 5-6 var stofnaður árið 2016, með það að markmiði að sameina hljóðfæraleikara sem búa við fámenni í tónlistarlífinu í sínu byggðalagi og hafa ekki oft tækifæri til að spila góða kammertónlist.  Kvintettinn samanstendur af konum, búsettum á Egilsstöðum, Neskaupstað, Reyðarfirði, Akureyri og í Svarfaðardal.

Á þessum tónleikum hleypur Ármann Helgason klarinettuleikari í skarðið fyrir Berglindi Halldórsdóttur.

 

Hildur Þórðardóttir, þverflauta

Gillian Haworth, óbó

Ármann Helgason, klarinett

Dagbjört Ingólfsdóttir, fagott

Ella Vala Ármannsdóttir, horn

 

Prógramm:

 

Verkin þrjú sem leikin verða, kynna breitt tónmál blásarakvintettsins, frá tónskáldum af ólíkum uppruna, samin á árunum 1922-1955.

 

 

 

Paul Hindemith: Kleine Kammermusik für Bläser op.24 nr.2

 

Húmorinn, sem er týpískur í skrifum Hindemiths á þriðja áratug 20.aldar, skín í gegn í þessu verki, ásamt  því að vera snilldarlega og virtuósískt skrifað fyrir þennan litla hlóðfærahóp.

 1. Lustig
 2. Walzer
 3. Ruhig und Einfach
 4. Schnelle Viertel -frei
 5. Sehr Lebhaft

 

György Ligeti: Six Bagatelles

 

Musica ricercata er ellefu kafla verk fyrir píanó, eftir György Ligeti. Verkið var samið frá 1951 til 1953, stuttu eftir að tónskáldið hóf kennslu við Búdapest tónlistarháskólann. Það gefur til kynna leit Ligetis að sínum eigin tónsmíðastíl, og er það mjög markandi fyrir þann hátt sem einkenndu tónsmíðar hans síðar á ferlinum.

Blásarakvintettinn Jeney Quintet - starfandi í Búdapest, fór þess á leit við Ligeti árið 1953, að umskrifa sex þætti af þessum ellefu fyrir sig. Þeir eru (af þeim ellefu upprunalegu) númer III, V, VII, VIII, IX, X.

 1. Allegro con spirito
 2. Rubato. Lamentoso
 3. Allegro grazioso
 4. Presto ruvido
 5. Adagio. Mesto
 6. Molto vivace. Capriccioso

 

-------------------------------hlé-------------------------------

Carl Nielsen: Blásarakvintett op.43

 

- Eitt mest spilaða verk eftir danska tónskáldið Carl Nielsen. 

Breski tónlistarfræðingurinn Robert Simpson sagði eftirfarandi um verkið:

„Það er alveg öruggt að blásarakvintett Nielsens er sá næmasti og vandaðasti sem nokkru sinni hefur verið saminn, að flautukonsertinn er sá besti sem til er og að klarinettukonsertinn er sá fallegasti síðan Mozart skrifaði sinn.  Þetta eru engar ýkjur.  Það má teljast undarlegt að Nielsen, sem var fiðluleikari (þó hann hafi spilað á kornett í æsku) skrifaði oft með meiri skilningi fyrir blásturshljóðfæri en fyrir strengi.

Nielsen sýnir ótrúlegt hugmyndaflug og hugvitssemi í framköllun á þeim fjölbreytileika í hljómi og blöndun í blásarakvintettinum sem raun ber vitni: fáir myndu láta sér detta í hug, eftir hlustun, að ein mesta áskorun við að skrifa fyrir kvintett er sú staðreynd að þessi fimm hljóðfæri blandast ekki“.

 1. Allegro ben moderato
 2. Menuet
 3. Praeludium
 4. Tema con Variazioni