Fara í efni
Dags Tími
26 .ágú '17 13:00

Vísindasetur í Hofi  - Komdu, sjáðu og prófaðu.

Í Hamragili, Nausti og Hömrum 

Hvernig er heimur  hitaútgeislunar og hvernig er hægt að greina hitastig út frá innrauða litrófinu? Prófaðu hitamyndavél og tékkaðu á hitastiginu hjá þér - er t.d. höndin heitari en bakið? Hvert er leyndamál bergsins og hvernig lesum við úr steinum og jörðu? Nýsköpunarkeppni grunnskólanna kynnt og hvernig notum við rafmagn til að kveikja á ljósaperu? Lærðu að smíða rásir til að flytja orku rafmagnsins.

Það verður iðandi slímgerð fyrir alla krakka og slímsnillingurinn Isabella slimes mætir á staðinn og það verða þrautir fyrir flinka krakka. Hvernig skyldu lagnir og strengir í venjulegri íbúðagötu líta út, hvaða hlutverki gegnir þetta og hvernig vitum við hvar þær liggja í jörðu?  Óendanlegir möguleikar Fab lab sem mætir með prentara sem þú átt pottþétt ekki heima hjá þér! Hátalari sem gefur frá sér hljóð í vatni. Hvað veist þú um íslenska refinn og Melrakkasetur Íslands ? og svo er það stóra spurning Var eða verður líf á Mars? Já er virkilega hægt að rækta þar kartöflur? Þetta og svo margt fleira úr heimi vísindanna sem þú verður að sjá og prófa á Vísindasetri.

Sprengigaldrar og froðutöfrar í Hamraborg kl. 13 og 15. Það verða sprengigaldrar og froðutöfrar óða efnafræðingsins Sean Scully í Hamraborg þar sem hann mun fara hamförum ásamt sérlegum aðstoðarmanni.

Teygðir og tvistaðir taktar í Hamraborg kl. 14. Lucid Dreams piltarnir teygja og tvista takta. 


Í Vísindasetrinu taka þátt EFLA verkfræðistofan, Raftákn, Háskólinn á Akureyri,

Menningarfélag Akureyrar, Norðurorka, Eimur, Vistorka, Fab lab Akureyri, Ísabella slimes, Nýsköpunarmiðstöð, Melrakkasetur Íslands, Lucid Dreams og Frumkvöðlasetur.  

 EFLA VERKFRÆÐISTOFA, RAFTÁKN OG HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ÁSAMT MENNINGARFÉLAGI AKUREYRAR ERU AÐALSTYRKTARAÐILAR VÍSINDASETURSINS.