Fara í efni
Dags Tími
06 .okt '18 20:00

Sigga Beinteins, Guðrún Gunnars og Jógvan Hansen snúa nú aftur með tónleikana sína „Við eigum samleið - Lögin sem allir elska.“ Það eru þrjú ár síðan þau slógu í gegn með þessum skemmtilegu tónleikum í Hofi og nú í haust fá þau til liðs við sig Karlakór Akureyrar -Geysi, en kórinn verður sérlegur gestur á tónleikunum.

 

Það eru 6 ár síðan þríeykið blés til þessara tónleika, þar sem gömlu góðu íslensku dægurlögin eru í öndvegi, og skemmst frá því að segja að uppselt hefur orðið á hverja einustu tónleika í Salnum í Kópavogi en fjöldi tónleikana þar eru farnir að telja á annan tuginn.

 

Einstaklega góð og ljúf stemmning hefur einkennt þessa tónleika, því ekki aðeins syngja þau lögin sem allir elska og þekkja, heldur segja þau líka skemmtilegar sögur sem tengjast lögunum, sögur úr bransanum og síðast en ekki síst gera þau svo grín hvert að öðru.

 

Á dagskránni eru meðal annars lögin : Heyr mína bæn, Barn, Ég er komin heim, Dagný , Kveiktu ljós, Bjartar vonir, Fjórir kátir þrestir ásamt fleiri perlum úr íslenskri dægurlagasögu.

 

Þetta eru tónleikar sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.