Dagsetning: 01.01.1970
Tími: 00:00
Salur: Hamrar

Vala Yates-Towards my dreams

Vala Yates er klassískt menntuð söngkona og tónskáld. Hún hefur tekið þátt í fjölda fjölbreyttra tónlistarviðburða, sem flytjandi jafnt sem höfundur - allt frá barrokk til nýklassíkur til popptónlistar - og má segja að tónlist hennar sé innblásin frá þessum ólíku áttum. Hún hefur unnið með popptónlistarmönnum á borð við Barða Jóhanns, Keren Ann Zeidel og Ólafi Arnalds, en stígur nú í fyrsta sinn fram með sitt eigið verkefni. Vala leitast eftir að semja einlæga tónlist beint frá hjartanu, þar sem jákvætt viðhorf fær að njóta sín í textasmíðum. 

 

Tónleikar Völu Yates á Listasumri eru fyrstir af 7 tónleikum sem hún heldur á Norðurlandi í sumar. Dimitrios Theodoropoulos spilar með henni á gítar.

 

Almennt miðaverð er 2.000 kr, afsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja er 1.000 kr. 

 

Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Listasumar og Menningarfélag Akureyrar.