Dagsetning: 01.01.1970
Tími: 00:00

Vaka-hátíðarkort

Hátíðarkortið veitir aðgang að fernum kvöldtónleikum Vöku, 30. maí – 2. júní, sem allir eru kl. 20:00 í Hömrum - kr. 9000*

 

Miðvikudagskvöldið 30. maí: Upphafstónleikar Vöku sem jafnframt eru vortónleikar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð. Sérstakir gestir eru Dansfélagið Vefarinn og kvennakórinn Embla. Tónleikunum lýkur með almennum dansi sem Dansfélagið Vefarinn leiðir við undirleik harmonikuleikara í Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð.

Fimmtudagskvöldið 31. maí: Á þessum tónleikum koma fram Marilyn Tucker, Paul Wilson og Matt Quinn frá Englandi; Spilmenn Ríkínís frá Íslandi og félagar úr kvæðamannafélaginu Gefjuni. Tónleikunum líkur á því að Marilyn og Paul kenna tónleikagestum enska dansa og stýra svo dansinum.

Föstudagskvöldið 1. júní: Þarna koma fram finnsku tónlistarmennirnir Anna Fält, Eeva- Kaisa Kohonen og Tríó Matti Kallio, ásamt dúettinum Funa, sem er að hálfu íslenskur og hálfu enskur, félögum úr kvæðamannafélaginu Rímu og Norska danshópnum Strilaringen og harðangursfiðluleikurum. Tónleikunum lýkur með því að Strilaringen og fiðlarar þeirra kenna tónleikagestum norksa dansa og leiða svo almennan dans.

Laugardagskvöldið 2. júní: Glæsilegir kveðjutónleikar Vöku þar sem flestir listamenn Vöku koma fram. Sérstakir gestir þessa kvölds er Danshópurinn Sporð ásamt harmonikuleikurum sem sýnir íslenska þjóðdansa og leiðir síðan tónleikagesti í dansinn.

 

Listamenn Vöku 2018: Spilmenn Ríkínís (Íslandi), Tríó Matti Kallio (Finnlandi), Kvæðamannafélögin Gefjun, Iðunn og Ríma (Íslandi), Eeva-Kaisa Kohonen (Finnlandi), Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð (Íslandi), Marilyn Tucker og Paul Wilson (Englandi), Dansfélagið Vefarinn (Íslandi), Anna Fält (Finnlandi), Funi (Íslandi), Danshópurinn Sporið ásamt sínum nikkurum frá Borgarfirðinum(Íslandi), Matt Quinn (Englandi), Danshópurinn Strilaringen ásamt harðangursfiðluleikurum (Noregi), Claire White (Hjaltlandseyjum), Reykjavík Trad Sessions (Íslandi).

 

Kvöldtónleikar í Hömrum í Hofi

Kaffitónleikar á Bláu könnunni

Námskeið í dansi og kórsöng í Hofi

Hádegishugvekjur í Hofi

Samspilsstundir á Götubarnum

 

Sjá dagskrá Vöku á www.vakafolk.is

_____________________________________________________

 

*20% afsláttur er veittur fyrir eldri borgara, nemendur, atvinnuleitendur og öryrkja. Aflsáttarmiða er einungis hægt að kaupa í miðasölunni í Hofi gegn framvísun viðeigandi skilríkja.

 

Þjóðlistahátíðin Vaka er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra, Tónlistarsjóði, Akureyrarstofu, Norrænu menningargáttinni, Norræna húsinu, Finnska sendiráðinu, Menningarfélagi Akureyrar og Bílaleigu Akureyrar/Höldur.