Dagsetning: 01.01.1970
Tími: 00:00
Salur: Hamraborg svið

GRINGLO : From Source To The Ocean - A Tale Of Two Rivers

Í tilefni af útgáfu plötunnar sinnar  “From Source to the Ocean - A Tale Of Two Rivers” efnir hljómsveitin akureyríska indie-rokk bandið GRINGLO til útgáfutónleika.

Á tónleikunum verður áhorfendum verður boðið í ferðalag, ekki einungis um framandi slóðir hins ytri heims, heldur einnig um hinar óendalegu víddir innra lífsins. Sögumaðurinn verður tónlistin sjálf.

Ásamt hljómsveitinni munu stíga á stokk strengjaleikarar, blásarar, bakradda söngvarar o.fl., svo það má með sanni segja að öllu verði tjaldað til.

 

Síðastliðin misseri hefur hljómsveitin skapað sér orðstír fyrir að dreifa hlýjum straumum í gegnum tónlist sína og textagerð, einnig hafa þeir verið iðnir við myndbandsgerð og er það mikil áhersla lögð á að miðla því vingjarnlega andrúmslofti sem ríkir á Akureyri. Sem dæmi má nefna myndböndin “Stranger” og “Human” sem hægt er að finna á youtube síðu hljómsveitarinnar.

 

GRINGLO hefur nú verið starfandi síðan 2015 og hefur hljómsveitin breyst og þróast töluvert á þessum árum en frá upphafi hefur markmið hljómsveitarinnar alltaf verið það sama, að lyfta vitund einstaklingsins og samfélagsins á æðra stig í gegnum tónlistarupplifun.

 

ATH: Aðeins verða haldnir einir tónleikar og að þeim loknum mun hljómsveitin láta af störfum.

 

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóð Akureyrarbæjar.

 

„Þessir tónleikar verða okkar síðasta gjöf og marka ákveðinn endi, en þó einnig nýtt upphaf. Það hefur verið yndisleg upplifun að fá að fæða þessa tónlist út í heiminn. Ég vona innilega að hún eigi eftir að hjálpa fleirum,líkt og hún hefur hjálpað mér." – (Ivan Mendez)