Fara í efni
Dags Tími
08 .okt '19 20:00

Félagarnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr, eða Tvíhöfði, verða með eitt af sínum stórskemmtilegu Þriðjudagskvöldum í Hofi en þeir hafa verið með svipaðar skemmtanir víða um landið. 

Á Þriðjudagskvöldum spjalla þeir félagar um heima og geima, Jón segir brandara, Smásálin er á sínum stað og til sýnis og svo flytja þeir nokkur af þeim vinsælu lögum sem þeir hafa samið í gegnum tíðina, bæði úr útvarpsþættinum Tvíhöfða og Fóstbræðrum. Þetta er einstök kvöldskemmtun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, því þeir sem það gera sjá eftir því. Það er komið Þriðjudagskvöld!