Fara í efni
Dags Tími
01 .des '18 13:00
02 .des '18
03 .des '18
04 .des '18
05 .des '18
06 .des '18
07 .des '18
08 .des '18
09 .des '18

Spriklandi fjörug jólasýning um prakkarann Stúf fyrir börn á öllum aldri.

Síðustu ár hefur Stúfur slegið í gegn með jólasýningarnar sínar sem sanna að hann er einstaklega músíkalskur, skáldmæltur, ráðagóður og uppátækjasamur sveinn. Nú snýr hann enn og aftur aftur með glansandi glænýja sýningu, stútfulla af...ja, allskonar! Eða eins og hann myndi sjálfur orða það: 

  
Ég á húfu á haus og skrúfu sem er laus. 

Ég á fýlu á tána og kvef sem er að skána. 

Sokka úr ull og allskonar bull. 

Ég fíla alla krakka og ég elska jólapakka.  

Ég á þurrt ég á vott, ég á skap sem er gott. 

Ég á jólasveinagallann og mandarín’ í mallann. 

Ég á einn og einn bróður og klikkaða móður. 

Ég er sprækur sem brækur og hressar’en klessa. 

Ég á heitt ég á kalt, ég á appelsín og malt. 

Ég á kerti og spil – ég hlakka alltaf svo til. 

Ég á austur og vestur, ég er lang-, langbestur, og enginn getur stöðvað mig! 

Nei, það stöðvar enginn Stúf og þú færð óstöðvandi hláturskast þegar þú ferð í þína árlegu aðventuheimsókn í Samkomuhúsið að hitta þessa gleðisprengju. Og hann hlakkar svo til! Hann hlakkar alltaf svooooo til… 

Höfundur og leikari: Stúfur 

Leikstjórn, meðhöfundar og sérstakir uppalendur: Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson. 

  


Sýningin er samstarfsverkefni Stúfs og Leikfélags Akureyrar.