Fara í efni
Dags Tími
02 .mar '18 20:00
03 .mar '18
04 .mar '18
05 .mar '18
06 .mar '18
07 .mar '18
08 .mar '18
09 .mar '18
10 .mar '18
11 .mar '18
12 .mar '18
13 .mar '18
14 .mar '18
15 .mar '18
16 .mar '18
17 .mar '18
18 .mar '18
19 .mar '18
20 .mar '18
21 .mar '18
22 .mar '18
23 .mar '18
24 .mar '18
25 .mar '18
26 .mar '18
27 .mar '18
28 .mar '18
29 .mar '18
30 .mar '18
31 .mar '18
01 .apr '18
02 .apr '18
03 .apr '18
04 .apr '18
05 .apr '18
06 .apr '18
07 .apr '18
08 .apr '18
09 .apr '18
10 .apr '18
11 .apr '18
12 .apr '18
13 .apr '18
14 .apr '18
15 .apr '18
16 .apr '18
17 .apr '18
18 .apr '18
19 .apr '18
20 .apr '18
21 .apr '18
22 .apr '18
23 .apr '18
24 .apr '18
25 .apr '18
26 .apr '18
27 .apr '18

Frábærlega fyndinn, hraður og margrómaður gamanleikur - Leikfélag Akureyrar sýnir

37 leikrit á 97 mínútum með 3 leikurum, hvað getur farið úrskeiðis?

Sjeikspír eins og hann leggur sig er gamanleikrit á heimsmælikvarða. Hið nýstofnaða Sjeikfélag Akureyrar hefur meira af kappi en listrænu innsæi, eða staðgóðri þekkingu á verkum og ævi William Shakespeare, ákveðið að flytja öll verk skáldsins, 37 talsins, á 97 mínútum. Það er næsta víst að allt gengur ekki eins og það á að ganga og niðurstaðan eru hlátursprengjur og frussandi fyndin kvöldstund með tónlist og gleði. 

Sjeikspír eins og hann leggur sig fór sigurför um heiminn í kjölfar þess að hafa verið sýndur í 9 ár í röð á West end í London. Verkið var geysivinsælt í sviðsetningu Leikfélags Íslands fyrir 17 árum í Iðnó og síðar í Loftkastalanum. Verkið hefur verið aðlagað og þýtt á ótal tungumál og nú hefur vandræðaskáldið Vilhjálmur Bergmann Bragason þýtt verkið og aðlagað uppá nýtt fyrir Leikfélag Akureyrar og nýstofnaðan leikhóp: Sjeikfélag Akureyrar. Hin frábæri dúett Vandræðaskáld hefur samið nýja tónlist fyrir verkið en þau hafa slegið rækilega í gegn með skemmtilegri tónlist og bráðhressandi sviðsframkomu. Enn er í fersku minni hnyttinn nýársannáll sem hefur fengið metáhorf á veraldarvefnum. 

Sláist í för með þeim og upplifið öll verk Sjeikspír á ævintýralegum hraða eða afturábak með galsa, leikhúsbrellum, söng og tónum! 

Sjeikspír eins og hann leggur sig er 325. sviðsetning Leikfélags Akureyrar. 

Úr dómum:

“Stupendous, anchorless joy!” The Times of London 

“Rollicking, fast-moving and hilarious!” The Guardian 

Leikstjóri: Ólafur Egill Egilsson

Leikarar: Benedikt Karl Gröndal, Jóhann Axel Ingólfsson og Sesselia Ólafsdóttir  

Höfundar: Adam Long, Daniel Singer og Jess Winfield 

Þýðandi: Vilhjálmur Bergmann Bragason 

Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson 

Leikmynd, búninga- og gervahönnun: Brynja Björnsdóttir 

Tónlist og tónlistarstjórn:  Vandræðaskáld 

Hljóðhönnun: Sigurvald Ívar Helgason 

Hár, förðun, aðstoð við búninga og gervi: Soffía Margrét Hafþórsdóttir 

Sviðs- og leikmyndavinna: Bjarki Árnason, Magnús Viðar Arnarsson, Jón Birkir  Lúðvíksson 

Ljósmyndir: Auðunn Níelsson