Fara í efni
Dags Tími
11 .nóv '18 17:00

Litla Kompaníið og Menningarfélag Akureyrar bjóða bæjarbúum og öðrum að sjá stuttmyndina “ Saman og saman”  í Hofi þann 11. Nóvember kl. 17.00

 

Myndin segir frá tveimur systrum sem búa saman á Akureyri, til þeirra kemur ungur maður sem er að skrifa mastersritgerð og vill taka við þær viðtal.

Leikstjóri: Hreiðar Ingi Júlíusson 

Handrit: Saga Jónsdóttir

Kvikmyndataka: Friðrik Friðriksson

Hljóðupptaka: Ingólfur Guðjónsson

Hljóðmynd: Friðrik Júlíusson

Aðstoð við leikstjórn og ráðgjöf: María Sigurðardóttir.

 

Helstu hlutverk:  Sunna Borg, Saga Jónsdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson.

Önnur hlutverk:  Amanda Ýr Bjarnadóttir, Sigríður Karen Ingadóttir, Arnar Árnason, Ásta Pétursdóttir, Heiðdís Pétursdóttir, Soffía Jakobsdóttir og Björn Valdimarsson.

 

Aðalstyrktaraðili er Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra.

 

Stuttmyndin var valin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðirnar RIFF og Northern Wave á Rifi Snæfellsnesi.

 

Enginn aðgangseyrir - allir velkomnir.