Dagsetning: 01.01.1970
Tími: 00:00
Salur: Hamraborg

Röskun

Hljómsveitin Röskun frá Akureyri er þekkt fyrir rammíslenska tóna, öflugar raddanir og gríðarlegan kraft. Röskun ætlar að dúndra út lögum af breiðskífu sinni „Á brúninni“ í Hofi 24. febrúar 2018 ásamt því að flytja nýtt og áður óheyrt efni. Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til að upplifa alvöru þungarokk í Hofi, þetta verður sturlað.

Ásamt Röskun ætlar hljómsveitin LITH að flytja vandað og melódískt rokk af nýútkominni breiðskífu sem heitir einfaldlega LITH.

Nánar um tónleikana og hljómsveitirnar á roskun.is.