Dagsetning: 01.01.1970
Tími: 00:00
Salur: Samkomuhúsið

Reykjavík kabarett

Reykjavík Kabarett sækir Akureyri heim í annað sinn með stærri og ruglaðri sýningu en síðast. Reykjavík Kabarett blandar saman burlesque, kabarett, sirkuslistum, dragi og töfrum... með skvettu af fullorðinsbröndurum og er púsluspil skemmtiatriða úr ýmsum áttum. Sýningin er gestasýning Leikfélags Akureyrar.

Á sýningunni mun Reykjavík Kabarett sýna bestu atriðin sem fram hafa komið undanfarið ár, auk nýrra atriða og verður þetta því algjör lúxussýning. Akureyska dragstjarnan Gógó Starr mun dansa á kynrófinu, burlesquedrottning Íslands Margrét Maack mun trylla fólk, Lárus töframaður fær áhorfendur til að standa á öndinni, Maísól kitlar hláturtaugarnar, sirkuslistafólkið Eyrún Ævarsdóttir og Jóakim Kvaran frá Hringleik eru sérstakir gestir og þar að auki mun ólíkindatólið Skarphéðinn frá Fljótstungu heilla viðstadda. Sýningin er bönnuð innan 18 ára og hentar ekki þeim sem eru viðkvæmir fyrir dónabröndurum eða undrum mannslíkamans. Síðast þegar Reykjavík Kabarett skemmti í samkomuhúsinu var troðuppselt svo við hvetjum skemmtilegt fólk sem hlær hátt til að tryggja sér miða.