Fara í efni
Dags Tími
26 .júl '18 19:00

Hárfínn ljósþráður, 

ofinn með rafgasi, 

strengdur milli tveggja skauta. 

 

Katóða og anóða. 

Neiskaut og jáskaut

eða bara pólar.

 

Á milli tveggja heima

ómar frumtaktur.

 

Verkið Ómur er upplifun hljóðs og ljóss sem færir vitundina á stað einfaldleika, forvitni, innblásturs og sköpunar í eigin tilvist. Frjálst er að sitja, liggja eða standa meðan á sýningu verksins stendur. Áhorfendur eru hvattir til að mæta með opinn huga í möguleikarými Ómsins.

 

Um listskaparana

 

Arnbjörg Kristín er menntuð í grafískri hönnun, leiðsögn um íslenska náttúru, jóga og jógískum hljóðfræðum sem tengist að mestu leyti frumhljómum og heilandi hljómfalli sem færir hlustandann að upplifun handan hversdagslegra hugsana. 

Hún flytur lifandi hljóðupplifanir með heilandi tónum gongsins reglulega hér heima og erlendis og setur saman myndlist úr náttúruefnum.

 

Frímann Kjerúlf er myndlistarmaður að mennt, sem ákvað að halda á braut eðlisfræðinnar þar sem hann einbeitti sér að ljósrænni eðlisfræði. Tilgangur þessa var að sameina ljósfræði og listir í leit að listrænum innblæstri úr heimi vísindanna.

 

Viðburðurinn er styrktur af Listasumri og Menningarfélagi Akureyrar.