Dagsetning: 01.01.1970
Tími: 00:00
Salur: Hamraborg

Norðurljósin

Hinir stórskemmtilegu jólatónleikar Norðurljósin verða nú haldnir fimmta árið í röð í menningarhúsinu Hofi. Tónleikarnir eru þekktir fyrir að vera í senn léttir og hátíðlegir. Einvala lið tónlistarmanna að norðan koma fram ásamt þjóðþekktum gestasöngvurum og kammerkórnum Ísold og flytja nokkur af ástsælustu jólalögum þjóðarinnar.

 

Söngvarar Norðuljósanna í ár eru þau Sigríður Thorlacius, Jón Jónsson, Magni Ásgeirsson, Salka Sól, Óskar Pétursson og Daði Freyr.

 

Hljómsveit Norðurljósanna skipa sem fyrr Pétur Steinar Hallgrímsson gítar, Haukur Pálmason trommur, Arnar Tryggvason hljómborð, Sumarliði Helgason bassi, Valgarður Óli Ómarsson slagverk og Valmar Valjaots píanó og fiðlu.