Fara í efni
Dags
19 .nóv '17
20 .nóv '17
21 .nóv '17
22 .nóv '17
23 .nóv '17
24 .nóv '17
25 .nóv '17
26 .nóv '17
27 .nóv '17
28 .nóv '17
29 .nóv '17
30 .nóv '17
01 .des '17
02 .des '17
03 .des '17
04 .des '17
05 .des '17
06 .des '17
07 .des '17
08 .des '17
09 .des '17
10 .des '17
11 .des '17
12 .des '17
13 .des '17
14 .des '17
15 .des '17
16 .des '17
17 .des '17
18 .des '17
19 .des '17
20 .des '17
21 .des '17
22 .des '17
23 .des '17
24 .des '17
25 .des '17
26 .des '17
27 .des '17
28 .des '17
29 .des '17
30 .des '17
31 .des '17
01 .jan '18
02 .jan '18
03 .jan '18
04 .jan '18
05 .jan '18
06 .jan '18
07 .jan '18

Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar myndlistarsýningu sína í Hofi þann 18.nóvember en sýningin stendur til 7.janúar 2018. 

"Endurtekningar eru oft uppstaðan í handverki. Sama sporið er saumað út aftur og aftur. Munsturbekkur er endurtekinn sextán sinnum.

Endurtaktu. Sama lykkjan er prjónuð aftur og aftur. Endurtaktu. Úr því verður til stykki. Í blúndu er sama mynstrið endurtekið nokkrum sinnum og svo rammað inn með kanti. Endurtekið mynstur skapar heilt stykki, heild.

Endurtekningar eru gjarnan inntak í verkum Helgu Sigríðar.

Helga miðlar handverki í formi heklaðra blúndustykkja áfram í málverki. Mynstrið í blúndunni endurvarpast á strigaflöt í málverki. Með því móti miðlast orka úr handverki einhverrar óþekktrar konu inní nýtt verk Helgu. Stykki sem kona gerði hér áður er endurnýtt og hennar handverki er endurvarpað inn í okkar samtíma. Þannig eru eru líka hlutar úr því varðveittir. Með endurtekningu á þessu endurvarpi verður til nýtt mynstur. Litir og áferð varpa nýju ljósi á mynstrið og úr verður önnur heild.

Endursköpun á sér stað, nýjar heildir verða til."

 

Kristín Þóra Kjartansdóttir