Kaupa miða
Dagsetning: 18.04.2019
Tími: 16:00
Verð frá: 7.900 kr.
Salur: Hamraborg

Mozart Requiem

Heimsþekktur stjórnandi, norðlensk vonarstjarna, einvalalið einsöngvara, 80 manna kirkjukór og sinfóníuhljómsveit flytja tvö af mögnuðustu og dramatískustu verkum Mozart um páskana.

Finnski hljómsveitarstjórinn og Íslandsvinurinn Anna Maria-Helsing stjórnar tveimur af mögnuðustu verkum Mozarts í Hofi og Langholtskirkju í Dymbilvikunni 2019.


Það verður enginn svikinn af sálumessu Mozarts en hann lést frá verkinu ókláruðu árið 1791. Ekkja hans og nemendur reyndu að klára verkið og hafa verið uppi misjafnar skoðanir um hvernig tókst til. Að þessu sinni verður flutt útgáfa útsett af Duncan Druce sem þykir slá við öllum öðrum tilraunum til lúkningar þessa meistaraverks.


D-moll píanókonsertinn er sérstakur fyrir það hvað hann er í raun rómantískur, jafnvel dramatískur. Enda hreifst ungur Beethoven sérstaklega af honum og flutti hann oft. Svo mikil áhrif hafði hann á Beethoven að margir héldu á sínum tíma að verkið væri eftir hann. Það er vonarstjarna sígildrar tónlistar á Norðurlandi, Alexander Edelstein, sem verður einleikari tónleikanna. 

 

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands 

Söngsveitin Fílharmonía 

Kammerkór Norðurlands 

Einleikari: Alexander Edelstein 

Hljómsveitarstjóri: Anna Maria-Helsing