Fara í efni
Dags Tími
28 .apr '18 20:30

Það verður öllu tjaldað til þann 28. apríl þegar Hof breytist í Moulin Rouge eða Rauðu mylluna. Þessi glæsilega tónleikasýning byggist á einni vinsælustu kvikmynd okkar samtíma, Moulin Rouge og munu áheyrendur upplifa hana í tónlist, dans og leik. Stórbrotin söng- og dansatriði ásamt leiknum senum sem skilja engan eftir ósnortinn.

 

Með aðahlutverk sýningarinnar fara þau Gói, Eyþór Ingi, Greta Salóme, Sigurður Þór Óskarsson, Örn Árnason, Elmar Gilbertsson, Hera Björk, Sigríður Eyrún, Alma Rut og Heiða Ólafs. 

 

Tónlistarstjórn er í höndum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar og Gretu Salóme. 

 

Um tónlistina sér hljómsveitin Todmobile ásamt Harmoníu sönghópnum og kór. 

 

Leikstjóri og handritshöfundur er Björk Jakobsdóttir og danshöfundur er Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. 

 

Framleitt af Forte ehf.